top of page

Frönsk Lauksúpa.

Súpan

-Innihald-

1stk lítill Rauðlaukur.

2stk stórir Laukar.

2-3msk Steiktur Laukur.

2stk Láviðarlauf.

1/2 tsk Hrásykur.

1stk Knorr Lauk kraftur.

2stk Knorr Nautakraftar.

Góð klípa Smjör.

1msk svartur pipar.

salt eftir smekk (þarf ekki mikið)

1.2 litar vatn.

-Aðferð-

Saxið Laukana smátt og setjið í pott ásamt smörklípu,steiktum lauk og sykrinum, Þegar að smjörið er bráðnað og laukurinn orðin sveittur er bætt við kröftunum ásamt 300ml af vatni. Þegar að kraftarnir hafa losnað upp er bætt við 500ml af vatni,Pipar og smá salti og leyft að sjóða í 30-40 mín þá er restini af vatninu bætt við og soðið í sirka 20 mín til viðbótar, Borð fram með salti og brauði .

Brauð

-Innihald-

Brauð af eigin vali (Mér finnst fjölkorna best)

Tómatsósa.

Steiktur Laukur eða Aspas.

Ostur.

-Aðferð-

Stillið ofnin á 200° með undir/yfir hita og blástur.

smurt brauð með tómatsósu,sett steiktan lauk/ Aspas og ost ofan á.

Bakist í 10-15 mínútur.

Fylgstu með mér :)
  • Facebook App Icon
  • Instagram Clean
  • RSS Clean
bottom of page