top of page

pulled pork-rifið svínakjöt.

Best er að marenara kjötið yfir nótt en þó ekki nauðsyn.

Innihald-

kjöt-

Svínabógur sirka 2.5-3kg

Marenering-

1x 330ml dós dr.Pepper.

2 msk sætt fransk sinnep.

1/2 flaska maukaðir tómatar frá Sollu.

2 msk tómata paste frá Hunts.

1 lítill gulur laukur.

1/2 hvítlaukur(2-3rif) rifinn.

2msk mexican chilli powder.

1 msk papriku krydd.

1/2 tsk hvítur pipar.

1 tappi epla edik.

-sósa og krydd eftir eldun

1 flaska Hunts bbq sósa af eigin vali - ég notaði original.

1 dós dr pepper.

1.5tsk hvílauksduft

1tsk salt

2tsk paprikukrydd.

Eldun-

Skerið fituna(puruna) af kjötinu,Hellið mareneringuni og kjötinu í hægeldunar pott og stillið á high í í 1.5-2klst og á low4,5 tíma .(low er 100° í ofni - high er 150°)

takið kjötið út pottinum leyfið að standa í sirka 15mín og tætið með tvemur göflum,setjið á pönnu ásamt helmingi mareneringurnar & dr pepper. þegar að vökvin hefur minnkað þó nokkuð er kryddum og bbq sósu bætt við.

ég mæli með að fá sér kjötið í smjör steikt brioche hamborgar brauði með frönsku sinnepi,súrum gúrkum og laukdýfuni. - http://reykdal7.wixsite.com/saltogpipar/single-post/2016/07/08/Laukd%C3%BDfa


Fylgstu með mér :)
  • Facebook App Icon
  • Instagram Clean
  • RSS Clean
bottom of page