top of page

Grilluð gulróta-engifersúpa m grilluðu grísku hvílauksflatbrauði.

þessi er ekta súpa fyrir sumarið .

Byrjið á því að kveikja á grillinu.

-Súpan-

750gr Gulætur- skornar í helming langsum og síðan í bita.

salt,pipar-smá ólívuolía.

1/2 hvítlaukur (3hvítlauksrif)-rifinn

1tsk ferskur engifer-rifinn

1/2 tsk mulinn kóríander (krydd)

1/2 tsk paprika(krydd)

1 rauðlaukur.

1 laukur.

1 rauð paprika.

msk ólívuolía.

1/2 tsk hvítlaukssalt.

1 knorr Laukteningur.

1 flaska tómata passata frá Sollu.

150ml extra creamy kókósmjólk.

200ml vatn.

-Aðferð-

pakkið Gulrótunum í álpappír ásamt salti,pipar og smá ólívuolíu og Grillið í sirka 20 mínútur eða þar til að Gulræturnar eru nógu mjúkar til að skera í gegnum.Hellið úr álpappírinum beint á grillið og grillið þar til að þær hafa fengið Grillrendur.

Á meðan Gulræturnar eldast er svitað laukin og paprikuna í potti með ólívuolíuni,setjið í matvinnsluvél ásamt 1/2 krukku af tómata passata,smá kókósmjólk,kryddum og teningi.

Bætið gulrótum í matvinnsluvélina og hakkið vel.

Hellið blönduni í pottin og bætið rest við og hitið á lágum hita þar til að hún er volg-heit , gott er að setja engiferinn rétt áður en súpan er borin fram.

-Brauð-

(ath uppskriftin af brauðdeginu er ekki eftir mig upprunalega)

Brauðið tekur stutta stund að eldast og því gott að grilla það seinast.

350gr Grískt Jógúrt.

2,5 bolli hveiti

1.5tsk lyftiduft.

klípa salt.

hvítlaukssmjör-

100gr Íslenkst smjör-brætt.

1/4 tsk mulinn hvítlaukur frá sollu.(krydd)

1/8tsk hvítlaukssalt

1/2 rifinn hvítlaukur.

-Aðferð-

hnoðið hráefnum vel saman,ath að það gæti þurft meira hveiti, brauðið á að vera mjúkt og rakt en ekki klístað.

skiptið í 10 parta - fletjið þunnt út.

Penslið með hvítlaukssmjörinu og grillið í 2-3 mínútúr á hvorri hlið.

Fylgstu með mér :)
  • Facebook App Icon
  • Instagram Clean
  • RSS Clean
bottom of page