Fjótleg Pizza Hut pítza + brauðstangir.
- Helena Reykdal
- Feb 7, 2015
- 1 min read
Þessa Pítsudeig uppskrift fékk ég í heimilisfræði í Grunnskóla. Hún gerir eina 12"pítsu.
byrjaðu á því að hita ofnin í 200°.
-Innihald-
100ml Heitt vatn.
50ml Köld mjólk.

2tsk Þurrger.
2msk bragðlaus olía.
2tsk Sykur.
1/4tsk Salt.
3 &1/2dl Hveiti.
-Aðferð-
Taktu frá 1dl af hveiti. hrærðu hráefnin saman og leyfðu deiginu að hefast í 10-15 mínútur.
bættu restini af hveitinu og hnoðaðu saman.
Rúllaðu deginu út. Mér finnst best að nota bökuform. (30cm)
Takið smá bolta frá fyrir brauðstangir :)
penslaðu botnin með olíu og bakaðu í 10 mín.
taktu út & settu sósu,álegg & ost og kláraðu að baka í u.þ.b 25mín í viðbót.
Pítsusósa:
250 ml Maukaðir tómatar- Ég nota frá Sollu.
1tsk Pipar.
1tsk Salt.
1tsk Sykur.
1tsk Hvítlaukskrydd.
1msk Basílikukrydd.
1msk Oreganó.
(Taktu frá smá sósu fyrir brauðstangirnar)
Brauðstangir:
Rúllaðu deiginu út í flata lengju og skerðu í strimla.
Penslaðu olíu og kryddaðu með salti,steinselíu og heitu pítsakryddi.
Stráðu parmasan osti yfir og bakaðu í 10-15 mín eða þar til þær fara að brúnast örlítið.
Comentarios