top of page

Spahetti með kjúkling og grænni sósu

Þessi uppskrift er fyrir 2-4

-Pasta-

nr.1 -einfaldari uppskrift og auðvelt að gera án pastavélar- fyrir þennan rétt er betra að gera tvöfalda uppskrift.

nr2.

2 bollar Hveiti

2 bollar semolina hveiti (fæst t.d í vietnam market)

klípa salt

6 stór egg

2msk ólívuolía.

hnoðað vel saman þar til að áferðin er svipuð og á krakka leir.

ég vildi hafa spehettí-ið í þykkari kantinum og hætti því í stillingu 3 á pasta vélini.

í þetta skipti notaði ég seinni uppskriftina og er betra að hafa vél fyrir hana en alveg vel hægt að handrúlla eins og í fyrri uppskrift, það er nóg að nota helming eða jafnvel minna af seinni uppskrift.

Forsjóðið vatn með salti og vel af ólívuolíu,þegar að suða hefur komið upp er pastanum bætt við í hollum, þegar að það flýtur upp er það tilbúið en gott að bíða 1-2 mín. sigtað vökvan í burtu.

-Kjúklingur-

2stk kjúklingabringur , skornar í strimla sirka 1cm á þykkt og skorið í helming á lengdina.

- krydd magn eftir smekk -

paprika,hakkaður hvítlaukur frá sollu,salt og svartur pipar.

steikt á pönnu með 1 msk matarolíu þar til að kjúklingurinn er vel brúnaður.

-Sósa-

1 hvítlauksrif

1stk avacadó.

1 góð lúka spínatlauf.

1/4 bolli fersk basilika.

1/2bolli pekanhnetur.

1/4 bolli parmasan ostur.

1 msk lime safi.

100-150ml mjólk (líka hægt að nota möndlumjólk)

hvítlaukssalt og pipar eftir smekk.

- allt hakkað saman í matvinnsluvél.

Pastað er sett á pönnuna með kjúklinginum sósu er bætt við í restina og létt hituð áður en rétturinn er borin á borðið.

Fylgstu með mér :)
  • Facebook App Icon
  • Instagram Clean
  • RSS Clean
bottom of page