top of page
Search

Beikon kjöthleifur í smjördeigi

  • Helena Reykdal
  • Sep 9, 2016
  • 1 min read

Byrjið á því að kveikja á ofninum - 200° blástur- undir & yfir hiti

þessi uppskrift er fyrir 2-3 manns með meðlæti.

-Innihald-

250 gr blandað hakk (svína & nauta)

1 stórt egg.

1/3 bolli hveiti.

2 msk vorlaukur.

1 tsk Paprika.

1 tsk hakkaður hvítlaukur frá sollu eða 2 hvítlauksrif söxuð.

1/2 tsk hvítlaukssalt.

1/4 tsk svartur pipar.

beikon (magn fer eftir stærð á beikoni)

1 msk Hunt's tómata paste.

sirka 1 blað tilbúið smjördeig- ég notaði frá jus-rol (fæst frosið í bónus)

muna að afþýða það fyrir eldun.

-Aðferð-

Blandið öllu (nema beikoni,tómata paste-inu og smjördeigi) vel saman, setjið á bökunar pappír og myndið hleif, vefjið beikoni utan um hann & penslið tómata paste-inu vel yfir. Setjið í ofnin í 17mín, takið út. kælið í sirka 10mín í ískáp.

smellið á smjördeigið,skerið endana af smjördeigs blaðinu og pakkið kjöthlefinum inn, ég skar ræmur í deigið en það er ekki nauðsyn.

bakið í 20-25 mínútur til viðbótar eða þar til að deigjið er búið að lyfta sér vel og brúnast.

 
 
 

Comentarios


Fylgstu með mér :)
  • Facebook App Icon
  • Instagram Clean
  • RSS Clean

© 2023 by Salt AND Pepper.  Proudly created with Wix.com

bottom of page