top of page

Hafra-döðlu smákökur

Þessar kökur eða eins og eldri stelpan mín kallar þær '' pönnsur'' eru mjög vinsælar á okkar heimili :)

Byrjið á því að hita ofnin 200° blástur með undir og yfir hita.

Innihald-

1 bolli pekanhnetur eða möndlur(hakkaðar) 1bolli fínir hafrar 1,1/2bolli vatn 2-3msk chiafræ 5dropar stevía (Getur lika notað smá hunang) 1tsk kanill Klípa salt 15 steinlausar döðlur maukaðar með 2-4 msk vatni. 1/2 bolli mjólk ( Ég nota möndlumjólk)

Aðferð-

Byrjið á því að búa til Hafragraut - blandið saman Höfrum,kanil,chiafræum,vatni,salti og stevíu/hunangi og hitið þar til að blandan byrjar að þykkna og eldast. Setjið hafragrautin í skál ásamt hökkuðum pekanhnetum,döðlumauki og mjólk, hrærið vel.

Notið bökunarpappír á ofnplötuna,einnig gott ef að þið eigið að spreyja smá olíu á pappírin .

Setjið u.þ.b matskeið af blönduni á plötuna og myndið hring (Sjá myndir neðar).

Ég leik mér svoldið með þessa uppskrift og hef gert hana með ýmis með Hnetusmjöri,banana,kakónibbum,próteindufti eða bara því sem mér dettur í hug.

Fylgstu með mér :)
  • Facebook App Icon
  • Instagram Clean
  • RSS Clean
bottom of page