*Lakkrís og daim toppar *
- Helena Reykdal
- Dec 5, 2016
- 1 min read
19 dagar til jóla og tilrauna starfsemin að byrja hjá mér,
í dag prufaði ég að drullumalla þessa og þeir eru hættulega góðir!

Byrjið á því að stilla ofnin á 150° undir og yfir hita með blástri.
-Innihald-
150 gr Púðursykur.
50gr Sykur.
1/4 tsk cream of tartar.
1/4 tsk vanilludropar.(gott að nota english toffee dropa , þeir fást í allt í köku)
1 1/2 tsk dracula pulver- piparduft.
klípa salt.
150gr lakkrískurl.
100gr daim klumbar.
-Aðferð-
Létt þeytið eggjahvítur ásamt cream of tartar,salti og dropum.
bætið sykrum við og stífþeytið (tilbúið ef að þú getur hvolfað skálini án þess að grunnurinn haggist) , blandið varlega daiminu og lakkrískurli við. (folding)
skammtið í litlar kúlur með teskeiðum eða skammtara skeið .
stráið smá dracula pulver yfir og setjið í ofn.
bakist í 20-25 mínútur. (ath að tímin getur verið öðruvísi eftir ofnum)
Comments