Hvítar Toblerone bollakökur.
- Helena Reykdal.
- Aug 15, 2016
- 1 min read
Vinkona okkar gaf okkur hvítt toblerone úr fríhöfnini , þar sem að við erum bara með óhollustu einu sinni mánaðarlega hefur það fengið að bíða í 3vikur en sá dagur var í dag og langaði okkur að nýta toblerone-ið í hann :) . gerðum en betra og bjuggum til dýrindis bollakökur.
Þessi uppskrift gerir 28-35 kökur
(fer eftir stærð formsins)
Stillið ofnin á 180° undir og yfir hita blástur.

- Deig-
-Innihald-
170gr smjör í stofuhita
1 1/2 bolli sykur. 5 stór egg.
2 1/2 bolli hveiti.
2 tsk lyftiduft.
1/4 tsk salt.
1 bolli möndlu eða léttmjólk.
1 msk Vanilludropar.
300gr Hvítt toblerone (Takið smá frá til að setja ofan á kremið)
-Krem-
-Innihald-
170gr smjör í stofuhita.
4-6 bollar flórsykur.
6 msk Möndlu eða léttmjólk.
1 1/2 tsk Vanilludropar.
-Aðferð-
sigtið saman( í aðra skál) Hveiti,lyftiduft & salt.

í hræriskál Þeytið sykur & smjör saman, Þegar að það er blandað saman er bætt við eggjum eitt í einu. Þegar sú blanda er orðin létt í sér er helmingurinn af hveiti blönduni og helmingurinn af mjólkini blandað saman á lágum hraða síðan er rest blöndunar og mjólkinar bætt við & sett á hæðstu stillingu þar til að deigið er orðið létt í sér. Dreyft í form, við notuðum ís/bollu skeið -
Setjið í ofn í 15-18mínútur.
Krem-

Hrærið smjörið þar til að það er orðið létt í sér,blandið tvemur bollum af flórsykri með og hrærið örlítið á lágri stillingu, bætið mjólk,vanilludropum og restini af flórsykrinum(byrjið á 4 & sjáið til),stillið á hæðstu stillingu þar til að það er orðið vel blandað og létt í sér.
Berið á kaldar bollakökunar og dreyfið tobleroninu sem að þið tókuð frá yfir .
Verði ykkur á góðu.
Opmerkingen