Heimagert pítubrauð
- Helena Reykdal
- Sep 3, 2016
- 1 min read
-Innihald-
2 1/4 tsk Þurrger.

1 tsk gyllt hunang.
350 ml volgt vatn (líkamshiti,mikilvægt að það sé ekki of kalt né of heitt)
385gr Hveiti.(gæti þurft meira)
1 1/4tsk salt.
-Aðferð-
Bæði er hægt að grilla eða baka brauðið ef að þið ætlið ykkur að baka það er ofninn stilltur á 250° undir og yfir hita - blástur.

Leysið gerið upp í 110ml af vatninu ásamt hunangi,hrærið og leyfið að standa í 10-15 mínútur eða þar til að það myndast froða ofan á vatninu. í hrærivél eða skál blandið saman hveiti, Salti og restina af vatninu, hnoðið vel eða þar til að deigið er orðið slétt og hoppar til baka þegar að það er potað í það,Það á að vera rakt en ekki klístað. Leyfið að rísa með viskustykki yfir sér í 1 klst á hlýjum stað (eða þangað til að það hefur tvöfaldast í stærð) , takið deigjið úr skálini, skiptið í 6-8 helminga. Gerið kúlur og rúllið út í sirka 1/2cm á þykkt.
Ef að brauðið er grillað er best að grillið sé orðið vel heitt þegar að þið setjið brauðið á það, þegar að það lyftist upp er því snúið við (sirka 2-5 mín á hvorri hlið) .
í ofninum skal passa að bökunarplatan sé heit. setjið brauðin í ofnin í nokkrar mínútur eða þar til að þau eru orðin loft mikil og byrjuð að brúnast.
Best hlý.

(á myndunum er brauðið grillað)

コメント