Stökkar sætar með avacadó mauki.
- -Helena Reykdal.
- Feb 7, 2015
- 1 min read
Akkurat núna erum við í átaki fyrir brúðkaupið en við elskum bæði snakk .
Við ákváðum þess vegna að henda í sætakartöflu snakk ! Er miklu betra en þú færð útí búð og getur borðað það án alls samviskubits!
Stökkar sætar.

1 Lítil sæt kartafla
Skorinn tvisvar í helminga (langsum) og skorið í örþunnar sneiðar.
Ég notaði matvinnslu vélina í það.
Sett í skál ásamt 2 msk af bræddri kókósolíu,salt,pipar & örlitlum kanill, hrært vel.
Raðið á bökunarplötuna-passið að hafa smá bil svo að þær verði stökkar og gufusjóðist ekki.
Tekur 10-15 mínútur á grillstillingu í 250° heitum ofni.
Avacadó mauk.
-Innihald-
1 Stór eða 2 litlar láperur(avacado) 2dl létt AB mjólk 1 Tómatur eða 4 Kokteiltómatar. 1/2 rauð & 1/2 græn Paprika. 1/2 Rauðlaukur 1-2 msk ferskur lime safi Salt og pipar
-fyrir þá sem vilja sterkt - cayanne pipar,chilli eða jalapenó-
-
Aðferð- Stappið láperuna vel og hrærðu AB mjólkini og lime safanum við. Skerið grænmetið mjög smátt og hrærið varlega við.
Comments