top of page
Search

Ferskt pasta.

  • reykdal7
  • Feb 16, 2015
  • 1 min read

Við erum búin að vera gera pasta sjálf í svoldin tíma núna. Við fengum Pastavél í Jólagjöf en fyrir það gerðum við það í höndunum.

Það er svo miklu einfaldara en fólk geri sér grein fyrir!

-Innihald-

1 Egg.

1dl Hveiti.

klípa salt.

(Miðað við 1 manneskju)

-Aðferð-

Hrærðu öllu saman til að mynda deig,hnoðaðu smá.

settu í plast filmu & leyfðu því að standa í 20 mínútur.

Byrjaðu að sjóða vel saltað vatn með smá ólívuolíu í stórum potti.

Rúllaðu deiginu þunnt út með hveiti á borðinu. (ef að þú ert með stóra uppskrift þá er best að skera deigið í 2-4 helminga & vinna með einn í einu) . Settu vel af hveiti ofan á, Rúllaðu upp & skerðu í búta.Leystu þá upp.

Sjá myndir:

IMG_3661.JPG
IMG_3663.JPG
IMG_3665.JPG
IMG_3667.JPG
IMG_3668.JPG
IMG_3678.JPG

Settu í skömmtum í vatnið sem er nú komið í suðu , Tekur u.þ.b 5 mínútur að verða tilbúið eða þangað til að það er búið að fljóta upp & tvöfaldast. Sigtið.

 
 
 

Comments


Fylgstu með mér :)
  • Facebook App Icon
  • Instagram Clean
  • RSS Clean

© 2023 by Salt AND Pepper.  Proudly created with Wix.com

bottom of page