Holl Mexíkó Kjúklingasúpa.
- Helena Reykdal.
- Feb 22, 2015
- 1 min read
Ég Elska Mexíkósúpu,Þessi uppskrift gerðist eiginlega af slysni. Ég var bara að gera mér eitthvað í hádegismat & endaði með að gera of kryddaða súpu en bjargaði málunum með að bæta AB mjólk í hana og mmm hún varð fullkomin að mínu mati og ekki verra að hún er holl!
-Innhald-
250ml Möndlumjólk.
250ml Vatn.
300ml Maukaðir tómatar frá Sollu.

2 Litlar kjúklingabringur.
1 Bolli Laukur.
1 Bolli sæt kartafla.
½ Rauð paprika.
½ Græn paprika.
1 Gulrót.
1 Hvítlauksrif.
1tsk Salt.
1tsk Gult karrýduft.
1tsk Paprikuduft.
½ Kjúklingakraftsteningur.
½ tsk Svartur pipar.
cayanne pipar eftir smekk.
200ml Laktosfrí AB-mjólk.
-Aðferð-
Skerið kjúklingin & grænmetið í litla bita. Setjið allt nema AB mjólkina í pott.
Eftir að suða kemur upp tekur súpana u.þ.b 10 mínútur að verða tilbúin. Takið af helluni, Bætið AB mjólkini við og hrærið vel. Borið fram með 5% sýrðum rjóma.
Comments