Hnetusmjörsdraumur- Holl Hrákaka.
- reykdal7
- Apr 25, 2015
- 1 min read
Maður er alltaf að reyna að búa til einhvað í hollari kantinum, ég gerði smá tilraun af hráköku sem heppnaðist svona vel að ég ætla að deila henni með ykkur hérna.
-Botn-
Lúka af döðlum(s.a 10-12stk)
Lúka fersk Bláber.
100ml Vatn.
Lúka Pekanhnetur.
Lúka Kasjuhnetur.
1dl Kókóskurl.
-Aðferð-
Sjóðið döðlur og Bláber saman þar til að vökvin verður dökkur og þykkur. (Ef að þið notið frosin Bláber er alveg nóg að hafa 50ml af vatni) - Kælið örlítið.
Hakkið hneturnar og kókósin saman í Matvinnsluvél. Bætið döðlum/berjunum við. Setjið í form með bökunarpappír að eigin vali og þrýstið vel- Setjið í frysti.
-Miðjan-
1msk+1tsk Kókósolía.
1dl Hnetusmjör frá Sollu.
1msk Hunang.
1-2msk Hafrar.
-Aðferð-
Allt hitað saman í pott, Þegar að kókósolían er bráðnuð og allt blandað vel saman er þessu hellt yfir botnin og sett aftur í frysti.
- Toppur-
40gr 70% Súkkulaði.
3stk Fersk Jarðaber.
-Aðferð-
Súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði og hellt yfir kökuna - passið að miðjan sé búin að harna.
Jarðaberin þunnt skorin og dreyft yfir súkkulaðið.
Kakan er tilbúin þegar að súkkulaðið hefur kólnað og harnað - Geymt í kæli/Frysti.


Comments