Stökkt Sólskinsbrauð.
- Helena Reykdal
- Jul 14, 2015
- 1 min read
-Innihald-

1 1/2 tsk Þurrger.
1 1/2 tsk Sykur.
3 Bollar volgt vatn.
3 Bollar hveiti.
3Bollar heilhveiti.
1msk gróft salt.
1msk Laukduft.
Lúka Sólblómafræ.
60gr saxaðir Sólþurrkaðir tómatar. (Ég nota frá Sollu)
1 msk ólívuolía.
-Aðferð-
Blandið geri,sykri og vatni saman í hræriskálina- Látið standa í 10-15 mín eða þar til að það byrjar að myndast froða.
Bætið restini af hráefnunum við og hrærið á miðlungs hraða í 7-10 mín eða þangað til að allt hefur blandast vel saman og hægt er að pota í deigjið þannig að það komi til baka. Hefist í 2 klst með viskastykki yfir skálini.
Stillið ofnin á 225° - undir og yfir hita með viftu. Setjið vatn með inní ofnin.
Takið deigið úr skálini & skiptið í tvennt, - val - fléttið brauðið.
takið 1 stk egg , hrærið og penslið yfir brauðin. Leyfið að rísa í 15 mín til viðbótar.
Bakist í sirka 40 Mín - tibúið þegar bankað er í brauðið og það kemur holt hjóð .
Mæli með hreinum spur/rjómaosti á brauðið!

Comentários