Asíufiskur með karrýsósu & hrísgrjónum.
- Helena Reykdal
- Feb 9, 2015
- 1 min read
Þessi uppskrift er fyrir 5 manns.
-Innihald -
700gr Ýsu flök.
krydduð með sítrónupipar & salti.

-Deig-
3dl Hveiti.
1tsk Lyftiduft.
1/2tsk Salt.
1/4tsk Hvítur pipar.
1/8tsk cayanne pipar.
1/4tsk Engiferkrydd.
2dl Pilsner eða Mjólk.
1stk Stórt egg.
2msk Matarolía.
1msk Ferskur chilli.
1msk Ferskur kóríander.
-Aðferð-
Allt hrært vel saman & leyft að standa í 15 mínútur.
Fiskurinn skorinn í bita og settur út í deig blönduna.
Settu nóg matarolíu í pott til að þekja bitana.
Ekki setja of mikið af honum í einu.
Fiskurinn er tilbúinn þegar að deigið hefur brúnast.
Karrýsósa.
-Innihald-
1-2msk Kókósolía.

3msk Heilhveiti.
3dl Möndlumjólk.
1dl Vatn.
1msk AB-mjólk.
1/8tsk Engiferkrydd.
1tsk Paprikukrydd.
1tsk Karrý.
1/2 Nautakraftur.
1tsk Sojasósa.
Klípa steinselja.
Salt eftir smekk.
-Aðferð-
Bræddu kókósolíuna og bættu heilhveitinu 1msk í einu og hrærðu vel á milli.
Taktu af hellunni. Bættu AB-mjólkini, Hrærðu vel. Bættu Mjólkini & vatninu hægt & rólega við, Hrærðu vel inná milli. Settu aftur á helluna og bættu kryddum við. Hún er tilbúin þegar að krafturinn er búin að leysast upp & sósan þykk.
Hrísgrjón.
1 Bolli Hrísgrjón.
2 Bollar vatn.
smá salt.
Comments