top of page
Search

Stökkt karamellu popp.

  • Helena Reykdal.
  • Feb 14, 2015
  • 1 min read

Stilltu ofnin á 120°.

-Poppið-

1/2 Bolli Poppbaunir.

1 Msk Olía (mér finnst best að nota Kókósolíu).

Í stórum potti hitaru olíuna og bætir poppbaununum við.

Hristir reglulega. Poppið er tilbúið þegar að það er hætt að poppast í 3sek. Taktu af helluni.

-EKKI SALTA-

-Karamellan-

170gr Smjör.

IMG_3560.JPG

1/2 Bolli Púðursykur(vel þjappaður).

1/2 Bolli Sykur.

1tsk Vanillu dropar. 1/4tsk Salt. 1/4tsk Matarsódi.

Bræddu smjörið & bættu við sykrunum. Hækkaðu hitan.Láttu bubbla þangað til að smjörið og sykurinn hefur blandast vel saman - hrærðu vel inná milli. Taktu af helluni & bættu við vanilludropum,salti og að lokum Matarsódanum.

Helltu poppinu i djúpa bökunarplötu. Hellið karamelluni jafnt yfir og hærið þangað til að allt poppið er þakið karamelluni. Það þarf að vinna hratt því að karamellan er fjót að kólna & harna þegar að hún er sett á poppið!

Sett í ofnin í 45 mínútur - hrært vel á 15 mínútna fresti til að forðast kekkji.

Best þegar að það hefur kólnað ;).

 
 
 

Comments


Fylgstu með mér :)
  • Facebook App Icon
  • Instagram Clean
  • RSS Clean

© 2023 by Salt AND Pepper.  Proudly created with Wix.com

bottom of page