top of page
Search

Ostakökufyllt Reese's kaka.

  • Helena Reykdal.
  • Mar 8, 2015
  • 2 min read

Eysteinn elskar Reese's cups, Hann veitti mér því innblástur í því að gera uppskrift fyrir Reeses's köku. Var ekki alveg viss hvort að ég vildi búa til uppskrift fyrir súkkulaði svamp eða ostaköku. Þar sem að ég var á báðum áttum ákvað ég bara að skella þeim báðum saman! Mæli með að þið prufið að gera hana við tækifæri,Heppnaðist mjög vel og var hrikanlega góð!

Ostakakan:

-Innihald-

400gr Rjómaostur.

_MG_3963.JPG

1bolli Hnetusmjör.

1bolli Sykur.

3 Stór egg.

2tsk Vanilludropar.

250gr Sýrður rjómi.

4stk Reese's bollar.

-Aðferð-

byrjið á því að hita ofnin í 160°

Þeytið Rjómaostin & hnetusmjör saman , Bætið restini við en hrærðið einu eggi í einu. Deigið er tilbúið þegar að það er orðið slétt og létt í sér.

Hellið í u.þ.b 22cm form. Bakið í 1klst +10 mín.

Kælið.

Súkkulaði botn:

-Innihald-

1 Bolli sykur.

1 Bolli flórsykur.

_MG_3974.JPG

3/4 Bolli kakó.

60gr Smjör við stofuhita.

1+1/2tsk Lyftiduft.

1tsk Salt.

2 Stór egg.

1/4 bolli matarolía.

1 bolli Mjólk.

1bolli volgt vatn.

1+1/2tsk Matarsódi

1msk Mataredik.

-Aðferð-

Hrærið sykri og smjöri , bætið við eggjum eitt í einu. Hrærið þar til að blandan hefur u.þ.b helmingast og er orðin létt í sér.Sigtið þurrefni (fyrir utan Matarsódan) og bætið blautefnum. Hrærið örlítið. Blandið matarsódanum og edikinu saman í skál, Bætið ofan í deigið. Hellt í form. Bakað í 35-40 mínútur eða þar til að þú getur stungið tannstöngul í miðjuna og hann kemur hreinn út.

kælið.

Smjörkremið:

220gr smjör

3 Bollar Flórsykur

1tsk Vanilludropar.

2msk af hnetusmjöri.

1msk rjómi eða mjólk.

Súkkulaði ganash:

-Innihald-

100gr Suðursúkkulaði

125gr Rjómasúkkulaði.

120ml Rjómi.

-Aðferð-

Hitið Rjóman. Hellið yfir súkkulaði og hrærið þar til að allt súkkulaðið hefur bráðnað og blandan er glansandi.

Að setja kökuna saman:

Skerið súkkulaði botnin í tvennt.

Setjið einn partinn á kökudisk. Setjið þunnt lag af smjörkremi ofan á. Ostakakan kemur þar á eftir,Sett þunnt lag af smjörkremi ofan á. Þar af lokum er hinn parturinn af súkkulaði botinum settur á. Þekjið kökuna smjörkreminu(Þarf ekki að vera mikið ofan á). Hellið Súkkulaði glassúr yfir. Skerið 1-2 pakka af Reese's Bollum og dreyfið ofan á.

Geymd í kæli.

 
 
 

Comments


Fylgstu með mér :)
  • Facebook App Icon
  • Instagram Clean
  • RSS Clean

© 2023 by Salt AND Pepper.  Proudly created with Wix.com

bottom of page