Search
Kartöflu Gratín.
- Helena Reykdal.
- Aug 14, 2015
- 1 min read

- Innihald-
2x Bökunarkartöflur.
olívuolía.
salt,pipar & Laukduft.
Sósa.
250ml Rjómi.
2 Hvítlauksrif.
smá hvítlaukssalt.
steinselja krydd,eftir smekk.
1/6 tsk Gult karrý duft.
1 dl hveiti.
Rifinn ostur.
-Aðferð-
Stillið ofin á 200° upp og niður með viftu .
Skrælið Kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar. Veltið uppúr olívuolíu,salt,pipar og laukdufti. Raðið sneiðunum í eldfast form.
Bakið þar til að kartöflurnar byrja að brúnast örlítið.
Á meðan búið þið til sósuna. Saxið hvítlaukin vel.
Allt nema hveiti sett saman í pott, Þegar að sósan fer að sjóða er bætt hveitinu við og hrært vel .
Takið kartöflurnar úr ofninum, Hellið sósuni yfir og síðan ostinum.
Bakist þar til að osturinn er orðinn gylltur :) .
Comments