top of page
Search

Mömmukökur með eggjalausu smjörkremi.

  • Helena Reykdal
  • Dec 4, 2015
  • 1 min read

Mömmukökur

-Innihald-

125 gr sykur

250 gr síróp 125 gr smjör 1 egg 500 gr hveiti

2 tsk matarsódi ½ tsk engifer 1 tsk negull 1 tsk kanill

-Aðferð- Hitið sykur, síróp og smjör í stórum potti. Kælið svolítið og hrærið egginu saman við. Blandið þurrefnunum út í. blandið vel saman(hnoðið),setjið í plastfilmu og kælið yfir nótt. Fletjið deigið frekar þunnt út og notið piparkökuform til að búa til kökur . Bakið við 190° þar til kökurnar verða brúnar eða í s.a 5 mínútur.

Smjökrem.

-Innihald-

225gr Smjör við stofuhita( hafa það samt smá stíft)

3-4 Bollar Flórsykur.

1msk Vanilludropar.

2-4msk Rjómi.

val-gel matarlitur.

-Aðferð-

Ég tók smjörið úr ískáp á sama tíma og ég tók degið út, það var orðið fullkomið þegar að kökurnar voru búnar að kólna :)

Hrærið smjörið smá til að losa um það , bætið 3 bollum af flórsykri,vanilludropunum , 2 msk af rjómanum og hrærið rólega til að byrja með og síðan á hæðsta hraða í 2-3mín , ef að það er of þykkt er bætt við meiri rjóma. Gott er að smakka sig til og sjá hvort það þurfi meira af flósykrinum.

 
 
 

Comments


Fylgstu með mér :)
  • Facebook App Icon
  • Instagram Clean
  • RSS Clean

© 2023 by Salt AND Pepper.  Proudly created with Wix.com

bottom of page